Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. febrúar 2024 01:03
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Sigur í fyrsta leik BF 108 - Kári lagði KFG
BF 108 fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld
BF 108 fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kári vann KFG
Kári vann KFG
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
BF 108, nýtt fótboltafélag í Fossvogi, vann Álafoss 3-1 í fyrsta leik sínum, en liðin áttust við í C-deild Lengjubikarsins á Víkingsvelli í kvöld.

Berserkir og Mídas voru sameinuð í eitt félag og var útkoman BF 108, sem vísar í póstnúmerið í Fossvogi.

Kristofer Dagur Sigurðsson skoraði tvör mörk fyrir liðið í góðum 3-1 sigri. Bæði lið voru að spila fyrsta leik sinn í bikarnum, en þau leika í riðli 2.

Úlfarnir töpuðu fyrir KH, 4-2, á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði tvisvar fyrir gestina í KH.

Kári vann þá KFG, 2-1, í B-deildinni. Hektor Bergmann Garðarsson og Hilmar Halldórsson skoruðu mörk Kára, en Jón Arnar Barðdal gerði eina mark KFG í leiknum.

Kári er á toppnum í riðli 3 með 6 stig af 6 mögulegum.

Kári 2 - 1 KFG
1-0 Hektor Bergmann Garðarsson ('13 )
2-0 Hilmar Halldórsson ('90 )
2-1 Jón Arnar Barðdal ('91 )

Úlfarnir 2 - 4 KH
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('12 )
1-1 Anton Hrafn Hallgrímsson ('30 )
1-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('37 )
2-2 Hermann Björn Harðarson ('45 )
2-3 Olivier Gerard Oleszek ('79 )
2-4 Sigurður Dagsson ('90 )
Rautt spjald: Hermann Björn Harðarson , Úlfarnir ('79)

Mídas 3 - 1 Álafoss
1-0 Tristan Egill Elvuson Hirt ('12 )
2-0 Kristófer Dagur Sigurðsson ('47 )
3-0 Kristófer Dagur Sigurðsson ('58 )
3-1 Arnór Sigurvin Snorrason ('91 )


Athugasemdir
banner
banner
banner