Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   þri 28. mars 2023 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr Fantasy-leikur verður kynntur í næstu viku
Úr leik Vals og Víkings á undirbúningstímabilinu.
Úr leik Vals og Víkings á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Nýr Fantasy-leikur fyrir Bestu deildina verður kynntur þann 5. apríl næstkomandi.

Þetta kom fram á kynningarfundi fyrir Bestu deildina núna áðan.

Það var Fantasy-leikur í fyrra en hann var ekki opnaður fyrr en í fjórðu umferð deildarinnar. Hann fór einhvern veginn aldrei almennilega af stað og var lítið auglýstur.

Fantasy-leikurinn fyrir þetta keppnistímabil verður kynntur 5. apríl og verður spennandi að sjá hvernig hann verður í ár.

Í Fantasy-leiknum velja menn sín draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu. Slíkur leikur hefur er mjög vinsæll í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti.net hélt úti Fantasy-deildum í efstu deildum karla og kvenna um margra ára skeið, en Íslenskur toppfótbolti sér núna um að halda leiknum úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner