Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   fös 28. mars 2025 12:08
Elvar Geir Magnússon
Þrír varnarmenn mættir aftur til æfinga hjá Man Utd
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: EPA
Varnarmennirnir Luke Shaw, Harry Maguire og Leny Yoro æfðu allir með Manchester United í dag en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.

Manchester United er að búa sig undir útileik gegn Nottingham Forest sem fram fer á þriðjudaginn. Framundan eru líka leikir gegn Manchester City og Lyon en Evrópudeildin er eina mögulega leið United í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Það er gleðiefni fyrir Amorim að endurheimta Shaw þar sem hann getur bæði spilað sem vinstri vængbakvörður og í miðvarðalínunni.

Maguire hefur verið frá vegna meiðsla síðan snemma í mars og Yoro missti af síðasta leik, gegn Leicester, vegna meiðsla á fæti.

Þá eru markverðirnir Altay Bayindir og Tom Heaton einnig komnir aftur á æfingasvæðið en þeir voru líka á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir