Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. maí 2022 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson: Fabinho hefur kennt mér mikið
Fabinho og Henderson hægra megin á myndinni á æfingu liðsins í París í gær
Fabinho og Henderson hægra megin á myndinni á æfingu liðsins í París í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool líður best að spila á miðri miðjunni en Jurgen Klopp hefur spilað honum stundum aftast á miðjunni í fjarveru Fabinho.


Henderson er mjög þakklátur Klopp og Fabinho fyrir að kenna honum að spila þessa stöðu.

„Ég þarf að gefa þjálfaranum 'credit' fyrir að kenna mér að spila mismunandi stöður, sérstaklega 'sexuna'. Ég hafði eginlega aldrei spilað sexuna áður en hann kom. Fyrst var það mjög erfitt en því meira sem ég spilaði því meiri skilning fékk ég á stöðunni," sagði Henderson.

„Ég hef lært mikið af öðrum leikmönnum sem spila stöðuna, eins og Fabinho, mér finnst ég spila öðruvísi en hann. Fabinho er mögnuð sexa, það sem hann geriri, les leikinn, verst vel og spilar boltanum vel. Hann hefur allt sem þarf til að spila þessa stöðu."

„Ef hann er ekki til staðar þá kann ég þetta hlutverk og get spilað í hæsta gæðaflokki og get boðið uppá eitthvað öðruvísi en hann.," sagði Henderson að lokum.“

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar kl 19.


Athugasemdir
banner
banner