Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 18. umferð - Bekkjaður og kom öflugur til baka
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Djöfull voru KA-menn góðir og Hallgrímur Mar setti upp sýningu. Leikurinn var vel uppsettur hjá Arnari Grétarssyni," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu þegar fjallað var um 4-2 útisigur KA gegn Gróttu.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í leiknum og er valinn leikmaður umferðarinnar.

„Fyrir Hallgrím, sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar, að skora þrennu hjálpar honum heilmikið. Hann stimplar sig inn rækilega aftur," sagði Ingólfur Sigurðsson í þættinum.

Hallgrímur hefur þetta tímabilið ekki náð sömu hæðum og oft áður og var hann settur á bekkinn af Arnari þjálfara í síðasta mánuði. Það hefur greinilega dugað til að kveikja almennilega á honum.

Hallgrímur fékk gullið tækifæri til að setja þrennuna í fyrri hálfleik í leiknum í gær.

„Já, ég var eiginlega búin að hugsa um hann inni, ég veit ekki hvort það hafi skemmt fyrir, þetta leit svo vel út í momentinu þannig því miður þá slæsaði ég hann aðeins of mikið," sagði Hallgrímur eftir leikinn í gær.



Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Leikmaður 16. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 17. umferðar - Aron Bjarnason (Valur)
Hattrick Grímsi: Leit svo vel út í mómentinu
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner