banner
   lau 28. nóvember 2020 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvíta-Rússland: BATE missti af titlinum á dramatískan hátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Vysshaya Liga, hvítrússnesku deildinni, fór fram í dag. Fyrir umferðina var BATE Borisov í bílstjórasætinu á toppi deildarinnar en Shakhtyor Soligorsk var stigi á eftir í 2. sætinu.

BATE mætti Dinamo Minsk á útivelli á meðan Shakhtyor tók á móti FC Minsk.

Shakhtyor vann sinn leik á meðan BATE gerði markalaust jafntefli og því er Shakhtyor meistari. Þetta er annað árið í röð sem BATE vinnur ekki titilinn sem heyrir sögunni til því liðið vann deildina fimm sinnum í röð á árunum 2014-2018.

Shakhtyor komst yfir á þriðju mínútu uppbótartíma og skoraði svo aftur á níundu mínútu hans.

Willum Þór Willumsson er leikmaður BATE og hefur hann glímt við meiðsli frá U21 landsleiknum gegn Írum fyrr í mánuðinum. Willum var á bekknum en kom ekki við sögu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner