Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   mið 28. desember 2022 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leeds og Man City: Lewis heldur Walker og Cancelo á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Leeds United tekur á móti Manchester City í fyrsta úrvalsdeildarleik liðanna eftir lok heimsmeistaramótsins.


Gestirnir frá Manchester þurfa sigur í toppbaráttunni á meðan heimamenn í Leeds eru í harðri baráttu í neðri hluta úrvalsdeildarinnar.

Í byrjunarliði Leeds United má finna ítalska táninginn Wilfried Gnonto. Hann er í sóknarlínunni ásamt Rodrigo Moreno og Sam Greenwood.

Pep Guardiola gerir þrjár breytingar á byrjunarliði City sem lagði Liverpool að velli í deildabikarnum fyrir jól. Hinn 18 ára gamli Rico Lewis heldur byrjunarliðssæti sínu í hægri bakverði og eru bæði Kyle Walker og Joao Cancelo geymdir á bekknum.

Ederson, John Stones og Jack Grealish koma inn í byrjunarliðið eftir að hafa fengið hvíld gegn Liverpool.

Leeds: Meslier, Kristensen, Struijk, Cooper, Koch, Roca, Forshaw, Aaronson, Gnonto, Greenwood, Rodrigo.
Varamenn: Robles, Ayling, Firpo, Summerville, Harrison, Llorente, Gyabi, Gelhardt, Klich.

Man City: Ederson, Lewis, Ake, Stones, Akanji, Gundogan, Rodri, De Bruyne, Grealish, Mahrez, Haaland.
Varamenn: Moreno, Walker, Phillips, Cancelo, Laporte, Bernardo, Gomez, Foden, Palmer.


Athugasemdir
banner
banner