Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 28. desember 2022 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp sáttur með Gakpo: Björt framtíð

Liverpool er svo gott sem búið að ganga frá félagsskiptum Cody Gakpo sem á aðeins eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi áður en félagsskiptin geta endanlega verið staðfest.


Atvinnuleyfið er einungis formsatriði og mun fara í gegn á næstu dögum. Félagsskiptaglugginn opnar um áramótin og í kjölfarið verður Gakpo skráður opinberlega sem leikmaður Liverpool.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er mjög ánægður með að félagið hafi tekist að krækja í Gakpo þrátt fyrir áhuga frá öðrum stórliðum á borð við Manchester United og Real Madrid.

„Gakpo er frábær leikmaður og klár strákur. Við höfum fylgst með honum í langan tíma og trúum að hann muni eiga virkilega bjarta framtíð hérna með okkur. Treystið mér, þessi leikmaður er ótrúlega efnilegur," sagði Klopp.

Gakpo er 23 ára gamall og er búinn að skora 13 mörk og gefa 17 stoðsendingar í 24 leikjum með PSV á tímabilinu - auk þess að skora 3 mörk í 5 leikjum á HM í Katar.

Liverpool er talið borga tæplega 50 milljónir punda í heildina fyrir Gakpo, með árangurstengdum aukagreiðslum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner