Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. janúar 2023 10:20
Aksentije Milisic
Arsenal gerir nýtt tilboð í Caicedo - Pickford til Tottenham í sumar?
Powerade
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur áhuga.
Tottenham hefur áhuga.
Mynd: Getty Images
PSG bíður.
PSG bíður.
Mynd: Getty Images

Caicedo, Rice, Lukaku, Harrison, Pickford, McKennie eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman á þessum sunnudagsmorgni.
_______________________


Arsenal hefur gert annað tilboð í Moises Caicedo sem hljómar upp á 70 milljónir punda. Brighton vill hins vegar fá 80 milljónir punda fyrir 21 árs gamla miðjumanninn. (Mail on Sunday)

Arsenal mun reyna að fá Declan Rice í sumar þó að liðinu takist að klófesta Caicedo. Þessi 24 ára gamli fyrirliði West Ham eru sagður vilja fara til Arsenal. (Telegraph)

Newcastle og Tottenham eru að skoða þann möguleika að fá Romelu Lukaku (29), leikmann Chelsea, til sín næsta sumar. Lukaku er þessa stundina á láni hjá Inter. (Calciomercato)

Leicester City hefur boðið 20 milljónir punda í Jack Harrison, 26 ára gamlan vængmann Leeds United. (The Athletic)

Leeds vill fá 35 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann á einungis 18 mánuði eftir af samningi sínum hjá Leeds. (Mail on Sunday)

Leeds er búið að ná samkomulagi við Juventus varðandi Weston McKennie en liðið borgar 1,3 milljónir punda fyrir lánssamning frá Juventus. Leeds getur svo keypt þennan 24 ára gamla miðjumann fyrir rúmar 30 milljónir punda í sumar. (Sky Sports Italia)

Nottingham Forest ætlar að reyna lokka Mckennie til sín á lokametrunum. (The Athletic)

Tottenham fylgist grannt með stöðu Jordan Pickford (28) hjá Everton en liðið gæti reynt að fá kappann til London næsta sumar. (Football Insider)

West Ham og Aston Villa eru í baráttunni um franska miðjumanninn Matteo Guendouzi (23). (L'Equipe)

Tottenham hefur áhuga á Piero Hincapie sem er 21 árs gamall miðvörður Bayern Leverkusen. Þýska félagið vill hins vegar fá 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sun on Sunday)

Spurs hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon varðandi kaup á varnarmanninnum Pedro Porro (23) en liðið borgar 42 milljónir punda fyrir hann. (Record)

Bournemouth ætlar að bjóða 12 milljónir punda í Bright Osayi-Samuel, 25 ára gamlan vængmann sem kemur frá Nígeríu og spilar með Fenerbache. (Sun on Sunday)

Fulham hefur gert nýtt tilboð í Andre, 21 árs gamlan miðjumann Fluminese. Hann gæti komið á lánssamning. (Fabrizio Romano)

Milan Skriniar, miðvörður Inter Milan, mun fara á frjálsri sölu til PSG næsta sumar. Franska liðið hefur boðið 8,8 milljónir evra til að fá þennan 27 ára gamla leikmann í þessum mánuði en Inter vill 19 milljónir evra. (Sky Sports Italia)

Aston Villa og Crystal Palace munu þurfa að borga 25 milljónir punda ef þau vilja fá Ismaila Sarr, 24 ára framherja Watford. (Sun on Sunday)


Athugasemdir
banner
banner
banner