Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. janúar 2023 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham Forest að krækja í Shelvey
Shelvey á 18 mörk og 25 stoðsendingar fyrir Newcastle.
Shelvey á 18 mörk og 25 stoðsendingar fyrir Newcastle.
Mynd: EPA

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nottingham Forest sé nálægt því að krækja í Jonjo Shelvey, þrítugan miðjumann Newcastle sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.


Shelvey er aðeins tveimur byrjunarliðsleikjum frá því að tryggja sér sjálfvirka samningsframlengingu við Newcastle en talið er að félagið vilji frekar leyfa honum að halda á önnur mið.

Shelvey var lykilmaður áður fyrr í liði Newcastle og á 202 leiki að baki á sjö árum hjá félaginu. Hann er ekki í byrjunarliðsáformum Eddie Howe og hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum á leiktíðinni.

Miðjumaðurinn rennur út á samningi næsta sumar og er líklegur til að skipta yfir til Forest á frjálsri sölu á næstu dögum.

Newcastle er í leit að miðjumanni til að fá lánaðan til að fylla í skarð Shelvey, ef hann finnst ekki gæti félagið kosið að halda Shelvey út tímabilið án þess þó að virkja óvart samningsframlenginguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner