Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Alex Freyr spilaði í fyrsta skipti í ellefu mánuði - Finnur Tómas klár
Alex Freyr Hilmarsson.
Alex Freyr Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður KR, spilaði sinn fyrsta leik í tæpa ellefu mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður í 3-0 tapi gegn Stjörnunni í æfingaleik í vikunni.

Alex Freyr sleit krossband gegn Breiðabliki í byrjun júlí í fyrra.

„Hann er á góðri leið. Þetta eru alvarleg meiðsli sem hann lenti í en hann er að færast nær smám saman," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

Varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason byrjaði leikinn gegn Stjörnunni en hann ristarbrotnaði á reynslu hjá Rangers í kringum áramót.

„Finnur spilaði fyrsta leik sinn í nokkra mánuði. Hann fór í aðgerð eftir að hann var í aðgerð hjá Glasgow Rangers. Hann er kominn 100% af stað," sagði Rúnar.

KR mætir Val í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar laugardagskvöldið 13. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner