Rússneska úrvalsdeildin fer aftur af stað 21. júní eftir rúmlega þriggja mánaða pásu vegna Covid-19.
Ekki verður spilað fyrir algjörlega luktum dyrum þar sem 10% af hámarksfjölda áhorfenda má mæta á leiki.
Þessi ákvörðun kemur á óvart vegna þess að veiran fór seinna af stað í Rússlandi og eru rúmlega átta þúsund nýjar sýkingar tilkynntar á hverjum degi.
Rússar eru í þriðja sæti yfir flestar sýkingar á heimsvísu á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika fyrir CSKA Moskvu á meðan Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá Krasnodar. Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson eru þá samningsbundnir FC Rostov en spila fyrir APOEL Nicosia og Yeni Matalyaspor að láni út tímabilið.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir