Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rússneska deildin byrjar 21. júní með 10% áhorfenda
Mynd: Getty Images
Rússneska úrvalsdeildin fer aftur af stað 21. júní eftir rúmlega þriggja mánaða pásu vegna Covid-19.

Ekki verður spilað fyrir algjörlega luktum dyrum þar sem 10% af hámarksfjölda áhorfenda má mæta á leiki.

Þessi ákvörðun kemur á óvart vegna þess að veiran fór seinna af stað í Rússlandi og eru rúmlega átta þúsund nýjar sýkingar tilkynntar á hverjum degi.

Rússar eru í þriðja sæti yfir flestar sýkingar á heimsvísu á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika fyrir CSKA Moskvu á meðan Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá Krasnodar. Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson eru þá samningsbundnir FC Rostov en spila fyrir APOEL Nicosia og Yeni Matalyaspor að láni út tímabilið.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
8 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
14 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner