Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkneski boltinn af stað 12. júní
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður haldinn í Istanbúl
Istanbul Basaksehir lagði Sporting að velli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í lok febrúar. Tyrkirnir töpuðu 3-1 úti en unnu svo 4-1 heima.
Istanbul Basaksehir lagði Sporting að velli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í lok febrúar. Tyrkirnir töpuðu 3-1 úti en unnu svo 4-1 heima.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta að deildartímabilið þar í landi muni fara aftur af stað 12. júní.

Tyrkir eru því að vinna á svipaðri tímalínu og Ítalir, Englendingar og Spánverjar sem stefna allir á að byrja að spila fótbolta aftur í júní.

Enska deildin fer af stað 17. júní og sú ítalska 20. júní. Ekkert hefur verið staðfest á Spáni en stefnan er sett á miðjan mánuðinn.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að fara fram í Istanbúl í ágúst en rætt hefur verið um að færa leikinn vegna kórónuveirunnar.

Toppbaráttan í tyrkneska boltanum er æsispennandi. Þar deila Trabzonspor og Istanbul Basaksehir toppsætinu með 53 stig eftir 26 umferðir.

Galatasaray er í þriðja sæti með 50 stig og kemur Sivasspor í fjórða sæti með 49 stig. Besiktas er svo næst, með 44 stig. Það eru átta umferðir eftir af deildartímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner