„Geggjað og í raun súrrealískt. Ég er orðlaus,“ sagði varnarmaðurinn Tyrell Warren eftir hafa, ásamt liðsfélögum sínum í Grimsby, unnið sögulegan sigur á Manchester United í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Warren skoraði annað mark Grimsby í leiknum sem var á löngum köflum betri aðilinn.
Hann skoraði eftir skelfileg mistök André Onana í markinu sem var um leið hans fyrsta mark fyrir félagið.
United kom til baka á lokakafla leiksins en Grimsby hafði betur eftir langa vítakeppni.
„Ég hef beðið lengi eftir þessu (fyrsta markinu). Við erum að komast í svæði til að skora og persónulega finnst mér ég eiga að geta skorað fleiri mörk. Frábær tímasetning á fyrsta markinu.“
„Þetta var að dragast áfram og það var mjög kalt. Ég skalf og var síðan síðastur til að taka spyrnu. Ég vildi bara skora og halda þessu á lífi,“ sagði Warren við ITV.
Athugasemdir