Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Rangers slátrað í Belgíu - Lærisveinar Mourinho fara í Evrópudeildina
Club Brugge er komið í Meistaradeildina
Club Brugge er komið í Meistaradeildina
Mynd: EPA
FCK vann Basel og fer í deildarkeppnina
FCK vann Basel og fer í deildarkeppnina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mourinho fer í Evrópudeildina
Mourinho fer í Evrópudeildina
Mynd: EPA
Benfica, Club Brugge, FCK og Qarabag komust öll áfram í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Qarabag komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fyrir ungverska liðinu Ferencvaros, 3-2.

Fyrri leikurinn endaði 3-1 fyrir Qarabag, sem fór með þægilega forystu inn í seinni leikinn. Það fór aðeins um meistaranna frá Aserbaijdsan undir lok leiks. Alex Toth kom Ferencvaros í 3-2 á 81. mínútu, en Qarabag tókst að halda út og koma sér í deildarkeppnina.

Benfica vann Fenerbahce 1-0 í Portúgal. Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce, hafði stært sig af því fyrir einvígið að hann væri vanur því að vinna Benfica. Fyrir einvígið hafði hann sem þjálfari aðeins tapað einu sinni gegn Benfica en annað tapið kom í kvöld.

Það var svolítið kaldhæðnislegt að það hafi verið Tyrkinn Kerem Akturkoglu sem gerði sigurmarkið á 35. mínútu og sérstaklega sætt fyrir hann enda fyrrum leikmaður erkifjenda Fenerbahce í Galatasaray.

Anderson Talisca sá rautt spjald á lokamínútunum. Fenerbahce fer í Evrópudeildina en Benfica-menn eru komnir í Meistaradeild Evrópu.

Club Brugge traðkaði yfir skoska liðið Rangers, 6-0, í Belgíu.

Belgíska liðið vann 3-1 sigur í Skotlandi og fylgdi honum vel á eftir í kvöld.

Nicolo Tresoldi skoraði snemma leiks fyrir Brugge og versnaði kvöldið fyrir Rangers þegar bakvörðurinn Max Aarons sá rauða spjaldið. Allt þetta á fyrstu átta mínútum leiksins.

Allt hrundi hjá Rangers í kjölfarið. Heimamenn skoruðu fjögur mörk fyrir lok fyrri hálfleiks og var það síðan Christos Tzolis sem rak síðasta naglann í kistu Skotana með marki snemma í síðari hálfleik.

Að lokum vann FCK 2-0 sigur á Basel á Parken. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Sviss, en Danirnir áttu fagmannlega frammistöðu í kvöld.

Andreas Cornelius skoraði í upphafi síðari hálfleiks og bætti þýski sóknarmaðurinn Youssoufa Moukoko við öðru og tryggði FCK sæti í Meistaradeildina með marki úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK í kvöld.

Qarabag 2 - 3 Ferencvaros (5-4 samanlagt)
0-1 Lenny Joseph ('12 )
1-1 Leandro Andrade ('25 )
2-1 Abdellah Zoubir ('45 )
2-2 Barnabas Varga ('55 , víti)
2-3 Alex Toth ('81 )

Benfica 1 - 0 Fenerbahce (1-0 samanlagt)
1-0 Muhammed Kerem Akturkoglu ('35 )
Rautt spjald: Anderson Talisca, Fenerbahce ('82)

Club Brugge 6 - 0 Rangers (9-1 samanlagt)
1-0 Nicolo Tresoldi ('5 )
2-0 Hans Vanaken ('32 )
3-0 Joaquin Seys ('41 )
4-0 Aleksandar Stankovic ('45 )
5-0 Joaquin Seys ('45 )
6-0 Christos Tzolis ('50 )
Rautt spjald: Max Aarons, Rangers ('8)

FC Kobenhavn 2 - 0 Basel (3-1 samanlagt)
1-0 Andreas Cornelius ('46 )
2-0 Youssoufa Moukoko ('84 , víti)
Athugasemdir