Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   fös 29. september 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Damsgaard fór í aðgerð - Meiðslavandræði hjá Brentford
Mynd: EPA
Ofan á öll meiðslavandræðin er Ivan Toney í leikbanni þar til í janúar. Hann gæti þá verið seldur frá Brentford.
Ofan á öll meiðslavandræðin er Ivan Toney í leikbanni þar til í janúar. Hann gæti þá verið seldur frá Brentford.
Mynd: Getty Images

Brentford heimsækir Nottingham Forest í eina leik sunnudagsins í ensku úrvalsdeildinni og tjáði Thomas Frank sig um ýmislegt á fréttamannafundi.


Hann ræddi meðal annars meiðslavandræðin sem eru að hrjá leikmenn liðsins og nefndi að Mikkel Damsgaard hafi þurft að gangast undir smávægilega aðgerð.

Danski kantmaðurinn, sem getur einnig spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður eða í holunni fyrir aftan fremsta mann, hefur ekki verið í leikmannahópi hjá Brentford síðan í öruggum sigri gegn Fulham 19, ágúst.

„Hann fór til sérfræðings og undirgekkst smávægilega aðgerð á hné í vikunni. Það þurfti að hreinsa hnéð en við vitum ekki hvenær hann getur spilað næst. Við vonum að það sé ekki langt í það en við munum ekki getað ályktað neitt fyrr en eftir nokkra daga," sagði Frank, en Kevin Schade og Rico Henry fóru einnig í aðgerðir í vikunni. 

Schade verður frá næstu mánuði og mögulegt er að Henry missi af öllu tímabilinu. Auk þeirra eru Ben Mee, Shandon Baptiste og Josh Dasilva meiddir.

„Það er alltaf erfitt að spila útileik í Nottingham en við höfum trú á sjálfum okkur og munum mæta til að sigra. Við höfum byrjað tímabilið vel, ef við skoðum frammistöðuna þá höfum við bara átt góða eða mjög góða leiki - nema gegn Everton.

„Við vorum mjög góðir gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið en við vorum óheppnir að skora ekki. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera, boltinn mun enda í netinu að lokum. Ég hef engar efasemdir um það."

Brentford er með sex stig eftir sex umferðir á tímabilinu en liðið er búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner