Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 29. september 2023 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Högg fyrir Man Utd - Lisandro Martínez frá í þrjá mánuði
Lisandro Martinez.
Lisandro Martinez.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martínez, stundum kallaður 'slátrarinn', verði frá í tvo til þrjá mánuði vegna meiðsla á fæti.

Martínez hefur ekki byrjað tímabilið vel með Man Utd en þetta er samt sem áður högg fyrir liðið.

Meiðslin sem Martínez varð fyrir í apríl síðastliðnum tóku sig upp aftur í leik gegn Arsenal á dögunum og hafa þau verið að hrjá hann síðan þá.

Hann er ekki eini leikmaður Man Utd sem er kominn á meiðslalistann því vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilon er einnig meiddur. Hann spilar líklega ekki aftur fyrr en eftir næsta landsleikjahlé.

Man Utd spilar við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner