Alejandro ‘Papu’ Gómez hefur fundið sér nýtt lið eftir að hafa yfirgefið herbúðir Sevilla á gluggadeginum.
Hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð en hann lék aðeins 27 leiki í öllum keppnum og ákvað félagið að rifta samningnum en hann átti upphaflega að gilda til ársins 2024.
Hann hefur verið orðaður við félög í Frakklandi og Sádí Arabíu ásamt Monza frá Ítalíu. Nú er útlit fyrir að hann muni skrifa undir samning við Monza en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag.
Hann hefur mikla reynslu af ítalska boltanum en hann lék yfir 100 leiki fyrir Catania og yfir 250 leiki fyrir Atalanta áður en hann gekk til liðs við Sevilla í janúar 2021.
Athugasemdir