Fylkir 1 - 3 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('1 )
1-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('44 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('67 , víti)
1-3 Viðar Örn Kjartansson ('78 )
1-3 Arnór Breki Ásþórsson ('94 , misnotað víti)
Rautt spjald: Dagur Ingi Valsson, KA ('94) Lestu um leikinn
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('1 )
1-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('44 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('67 , víti)
1-3 Viðar Örn Kjartansson ('78 )
1-3 Arnór Breki Ásþórsson ('94 , misnotað víti)
Rautt spjald: Dagur Ingi Valsson, KA ('94) Lestu um leikinn
Bikarmeistarar KA unnu öflugan 3-1 sigur á Fylki í 2. umferð í neðri hlutanum í Bestu deild karla í dag. KA hefur nú formlega bjargað sér frá falli, en Fylkir þarf kraftaverk til að halda sér uppi.
Akureyringar byrjuðu leikinn með stæl. Ásgeir Sigurgeirsson tók forystuna fyrir KA eftir 30 sekúndur. Hann og Kári Gautason tóku þríhyrningsspil áður en boltinn fór til Harley Willard. Hann kom honum aftur á Ásgeir sem lét vaða fyrir utan teig og í netið.
Það lifnaði yfir Fylkismönnum síðari hluta fyrri hálfleiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson átti hörkuskot í þverslá áður en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði skömmu fyrir lok hálfleiksins.
Benedikt var í baráttunni við Kára á vængnum og reyndi hann síðan fyrirgjöf sem fór af Kára og lak í netið. Óheppilegt hjá KA.
Í síðari hálfleiknum var þetta á báða bóga. KA tók við sér þegar hálftími var eftir en fimm mínútum síðar fékk Emil Ásmundsson dauðafæri til að koma Fylki í forystu en Steinþór Már Auðunsson vandanum vaxinn í markinu.
KA fékk vítaspyrnu tveimur mínútum eftir færið. Ólafur Kristófer Helgason tók Viðar Örn Kjartansson niður og var það Hallgrímur Mar Steingrímsson sem skoraði úr vítinu.
Á 78. mínútu skoraði Viðar Örn síðan þriðja mark KA eftir langa sendingu Hallgríms fram völlinn.
Þegar lítið var eftir af leiknum gerði Dagur Ingi Valsson, leikmaður KA, sig sekan um slæm mistök er hann reif Ragnar Braga Sveinsson niður í teignum. Dagur fékk að líta rauða spjaldið en Fylkismenn nýttu ekki vítið. Steinþór Már sá við Arnóri Breka Ásþórssyni í vítinu og reyndist þetta síðasta færi leiksins.
Lokatölur 3-1 fyrir KA sem er nú með 31 stig í 7. sæti deildarinnar og nú formlega bjargað sér frá falli, en Fylkir áfram á botninum með 17 stig þegar þrír leikir eru eftir.
Fylkir er fimm stigum frá öruggu sæti en liðið á eftir að mæta HK, KR og Vestra.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 25 | 8 | 7 | 10 | 38 - 46 | -8 | 31 |
2. Fram | 25 | 8 | 6 | 11 | 36 - 43 | -7 | 30 |
3. KR | 25 | 7 | 7 | 11 | 48 - 49 | -1 | 28 |
4. Vestri | 25 | 6 | 7 | 12 | 30 - 48 | -18 | 25 |
5. HK | 25 | 6 | 4 | 15 | 32 - 63 | -31 | 22 |
6. Fylkir | 25 | 4 | 6 | 15 | 29 - 58 | -29 | 18 |
Athugasemdir