Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 29. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Dróni stöðvaði leik í Championship deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöðva þurfti leik Rotherham og Sheffield Wednesday í Championship deildinni í gærkvöldi í um það bil tíu mínútur.

Dróni flaug yfir heimavöll Rotherham og af öryggisástæðum ákvað dómari leiksins að vísa leikmönnum til búningsherbergja.

Atvikið átti sér stað eftir tæpar fimm mínútur af leiknum.

Dróninn flaug síðan í burtu og eftir tíu mínútna stopp var leiknum hladið áfram.

Rotherham vann síðan leikinn 3-0 gegn botnliði Sheffield Wednesday.
Athugasemdir
banner