Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. október 2020 12:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Velgengni Andra opnaði leið fyrir aðra Íslendinga
Andri Fannar Baldursson
Andri Fannar Baldursson
Mynd: Getty Images
„Velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt," segir Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Stellar Nordic, í samtali við Fréttablaðið.

Hann telur að velgengni hins átján ára Andra Fannars Baldurssonar hjá Bologna geri það að verkum að ítölsk félög séu í ríkari mæli farin að horfa til íslenskra leikmanna.

„Áður fyrr hefur Ítalía ekki verið stór markaður fyrir Íslendinga. Hvað olli því veit ég ekki, en þetta er að breytast. Íslendingar eru duglegir, aðlagast vel og læra tungumálið þar sem þeir eru. Svo held ég að flestir taki undir það að íslenskir leikmenn eru liðsmenn, en ekki einstaklingsmiðaðir og það heillar. Ég á von á því að fleiri lið horfi til Íslands núna þegar þau sjá velgengni Norðurlandarbúa í deildinni."

Bologna er með fjóra efnilega Íslendinga á sínum snærum. Félagið keypti Ara Sigurpálsson frá HK og fékk Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki nýlega.

Magnús Agnar segir við Fréttablaðið að Andri Fannar hafi gripið tækifærið með báðum höndum þegar það gafst.

„Það var fram úr björtustu vonum að honum tókst að brjótast inn í aðalliðið á síðasta tímabili. Í knattspyrnu þarf maður að vera réttur maður á réttum stað. Hann komst í leikmannahópinn, stendur sig vel á æfingum og fékk tækifærið sem hann nýtti til hins ýtrasta. Það getur orðið dýrt ef illa gengur og leikmaður fær aðeins eitt tækifæri, en honum tókst að nýta það mjög vel," segir Magnús Agnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner