Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 29. nóvember 2021 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Skiptir mig miklu máli að henni líði vel og hún vill að mér líði vel"
,,Enginn að fara ljúga því að þetta sé skemmtileg staða
Icelandair
Glódís og Karólína eftir sigur gegn Tékklandi í haust.
Glódís og Karólína eftir sigur gegn Tékklandi í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína á landsliðsæfingu í gær.
Karólína á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru bæði samherjar í íslenska landsliðinu og hjá Bayern Munchen.

Karólína hefur verið í litlu hlutverki til þessa á tímabilinu og þurft að bíta í það súra epli að vera stundum ekki í leikmannahópi stórliðsins. Glódís Perla sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og spurði fréttaritari hana út í Karólínu.

Sjá einnig:
Stórkostlegt að fá Glódísi - „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi"

Gott að sjá að hún getur tekið þessu svona
Hvernig finnst þér hún vera að taka því að vera utan hóps hjá Bayern?

„Karólína er í erfiðri stöðu, það er verið að testa hana ótrúlega mikið núna en hún er ótrúlega sterk og klár. Hún veit alveg af því að hún er frábær leikmaður og mun fá sinn séns," sagði Glódís.

„Mér finnst hún vera að standa sig ótrúlega vel miðað við aldur, aðstæður og allt saman. Það er gott að sjá að hún getur tekið þessu svona af því þetta er ekki gaman, það er enginn að fara ljúga því að þetta sé skemmtileg staða en hún heldur áfram að standa sig vel og gerir tilkall. Ég efast ekki um að hún muni fá sénsinn. Þess á milli er hún að standa sig vel á æfingum og vona það besta."

Styðja við hvor aðra
Eru náin tengsl á milli ykkar tveggja?

„Já, þau hafa kannski orðið það síðan að ég flutti til Þýskalands, við vorum ekkert nánar áður en ég flyt. Þetta gerist hratt þegar það eru tveir Íslendingar í Þýskalandi, skiljum ekki neitt í tungumálinu og svo er hún líka bara svo frábær stelpa, yndisleg stelpa. Mér þykir vænt um hana og það skiptir mig miklu máli að henni líði vel og hún vill að mér líði vel. Við reynum að styðja hvor aðra sama hvort ég sé að spila, hún sé að spila eða hvað sem er í gangi," sagði Glódís.

Sjá einnig:
„Leiðinlegt, en svona er þetta bara í stærra umhverfi"
Athugasemdir
banner
banner