Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. nóvember 2021 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leiðinlegt, en svona er þetta bara í stærra umhverfi"
Icelandair
Glódís Perla.
Glódís Perla.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár. Hún er 26 ára gömul og spilar sem miðvörður. Í sumar gekk hún í raðir þýsku meistarana í Bayern Munchen frá sænska félaginu Rosengård.

Glódís hafði verið í stóru hlutverki fyrri hluta tímabilsins með Bayern þegar kom að tveimur stórum leikjum nú í þessum mánuði. Þá var hún sett á bekkinn.

Framundan er landsleikur gegn Kýpur á morgun og sat Glódís fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Fréttaritari spurði Glódísi út í Bayern.

Landsliðsþjálfarinn um málið:
„Finnst það auðvitað glatað en ég er ekki dómbær á ástæður"

Það vakti athygli að þú varst sett á bekkinn í tveimur stórum leikjum hjá Bayern í mánuðinum. Lét þjálfarann þig vita af hverju þú varst tekin úr liðinu?

„Nei, ég í rauninni fæ enga útskýringu fyrir leikinn gegn Lyon þegar hann tók mig fyrst út úr liðinu. Hann talaði við mig eftir þessa tvo leiki og í rauninni fæ ég enga alvöru útskýringu," sagði Glódís.

„Honum fannst ég ekki góð í 45 mínútur í leiknum á undan og vildi gefa öðrum leikmanni séns. Við erum með stóran hóp, fimm hafsenta að berjast um tvær stöður og það var í raun sú útskýring sem ég fékk. Leiðinlegt, en svona er þetta bara í stærra umhverfi og meiri samkeppni. Ég verð að gera betur og sanna mig til að komast aftur inn í liðið."

Kveikti þetta í þér til að bæta í á æfingum eða eitthvað svoleiðis?

„Já og nei. Ég fer inn í allar æfingar til að gera mitt besta og er aldrei sátt eða í einhverjum þægindaramma sama hvort ég byrja alla leiki eða ekki. Ég byrjaði ekki á bekknum þegar ég kom út fyrst, var meidd og svoleiðis vesen. Ég fer í allar æfingar til að gera mitt besta alveg sama í hvernig stöðu ég er í liðinu. Ég held bara áfram að gera það og vona það besta," sagði Glódís.
Athugasemdir
banner
banner
banner