Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Engar beiðnir borist frá Amorim
Ruben Amorim virðist ætla að treysta á leikmannahópinn
Ruben Amorim virðist ætla að treysta á leikmannahópinn
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ekki fengið beiðnir frá portúgalska stjóranum Ruben Amorim varðandi kaup í janúar. Sky Sports greinir frá.

Amorim tók við United í þessum mánuði og hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum.

Portúgalinn mun gera einhverjar breytingar á hópnum en þær verða ekkert stórkostlegar í janúarglugganum.

Sky segir að Man Utd hafi ekki borist neinar beiðnir frá Amorim varðandi leikmannakaup í janúar.

Stjórinn ætlar að halda áfram að vinna með þann hóp sem hann hefur í höndunum og ráðast í stórtækar breytingar næsta sumar.

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur verið orðaður við Man Utd undanfarnar vikur en hann mun líklega klára tímabilið hjá Sporting. Þá er Amorim talinn hafa mikinn áhuga á Geovany Quenda og úrúgvæska Maximiliano Araujo, sem eru einnig á mála hjá Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner