Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Agbonlahor skilur Kante og Deeney: Aldrei verið jafn veikur
Mynd: Getty Images
Gabriel Agbonlahor, fyrrum sóknarmaður Aston Villa, hefur komið N'Golo Kante og Troy Deeney til varnar eftir að þeir kusu að sleppa því að mæta á liðsæfingar vegna Covid-19.

Samkvæmt tölfræði enska heilbrigðiskerfisins er fólk sem er dökkt á hörund tvöfalt líklegra til að deyja af völdum veirunnar heldur en annað fólk.

Agbonlahor, sem er 33 ára gamall, fékk veiruna í mars og lýsir því sem verstu veikindum sem hann hefur upplifað.

„Ég fékk vírusinn 15. mars og hef aldrei verið jafn veikur á ævinni. Ég var með hræðileg einkenni og vil ekki að aðrir þurfi að ganga í gegnum það sama. Þetta var ömurleg reynsla og við höfum öll séð að þessi veira er mjög banvæn," sagði Agbonlahor við Sky Sports.

„Af hverju ættirðu að hætta þinni eigin heilsu og heilsu barna þinna? Ég er viss um að leikmenn eins og Troy Deeney og N'Golo Kante muni halda sér í formi með sama æfingaplani og liðsfélagarnir.

„Það er ekki eins og þeir séu heima hjá sér að gera ekki neitt. Þeir þurfa að halda sér í formi þó þeir geri það ekki á æfingasvæðinu. Mér finnst ekkert að því."

Athugasemdir
banner
banner
banner