lau 30. maí 2020 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlega vandræðalegt fyrir enska knattspyrnusambandið
Sara Björk er á toppnum í Þýskalandi með Wolfsburg.
Sara Björk er á toppnum í Þýskalandi með Wolfsburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi hófst aftur í gær eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í Bandaríkjunum er verið að plana mót fyrir kvennaliðin í sumar. En á Englandi, þar sem vöxturinn í kvennaboltanum hefur verið mikill, er búið að hætta keppni á meðan stefnt er að því að hefja úrvalsdeild karla aftur í næsta mánuði.

Suzy Wrack, sem skrifar fyrir The Guardian, segir að þetta sé gríðarlega vandræðalegt fyrir enska knattspyrnusambandið.

Leikmenn í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi hafa ekki fenginn mikinn tíma í undirbúning, en Wrack skrifar að það eigi að fagna endurkomu deildarinnar þrátt fyrir það. Hún er harðorð í garð enska knattspyrnusambandsins fyrir að hafa ekki gert meira svo hægt væri að hefja aftur keppni í kvennadeildunum á Englandi - og reyna þannig að auka vöxtinn sem hefur verið.

Í Þýskalandi tóku stærstu félögin, Bayern München, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen þátt í því að búa til 20 milljón evra sjóð fyrir þau knattspyrnufélög sem minna mega sín á tímum sem þessum. „Við getum aðeins komist úr þessari krísu saman," sagði Fritz Keller, forseti þýska knattspynusambandsins.

Í Bandaríkjunum fer fram stórt mót sem haldið verður með hjálp styrktaraðila og sjónvarpssamninga.

„Í Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur það fólk sem stjórnar sýnt að kvennabolti þarf ekki að falla í þessari krísu. Í staðinn getur hann verið brautryðjandi," skrifar Wrack, en pistil hennar má lesa í heild sinni hérna.

Þess má geta að Pepsi Max-deild kvenna hefst með leik Vals og KR þann 12. júní næstkomandi.

Sjá einnig:
Sara Björk í sigurliði í fyrsta leik eftir langt hlé

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner