Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tríóið í Árbænum fer vel af stað - Skýr verkaskipting
Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason þjálfa Fylki í sumar.
Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason þjálfa Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það verða þrír þjálfarar saman með Fylki í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason tóku við Fylki af Helga Sigurðssyni síðastliðið haust og hafa komið með sínar hugmyndir inn í vetur.

Margir hafa velt því fyrir sér hvernig þetta þjálfarakerfi Fylkis kemur til með að virka, en Ragnar Bragi Sveinsson, nýr fyrirliði liðsins, talaði um það í síðasta þætti af Niðurtalningunni.

„Svona hlutir eru ekki ruglandi ef það er skýr verkaskipting," sagði Ragnar Bragi í Niðurtalningunni á Fótbolta.net. „Hún var lögð algerlega í byrjun og þá er þetta ekkert ruglandi fyrir okkur."

„Á æfingum þá er Óli Skúla leikmaður og í leikjum er hann leikmaður, en hann kemur þarna inn og er að sjá um aukaæfingar og séræfingar, greiningarvinnu og allt það. Þetta er ekkert ruglandi fyrir okkur og það er bara meira og betra utanumhald um hópinn, þegar verkaskiptingin er svona skýr."

Hann segir að tríóið fari vel af stað. „Tríóið fer vel af stað. Við erum með nýjar og öðruvísi áherslur og það verður spennandi að vera með frumsýningu á því þegar mótið byrjar," segir Ragnar Bragi en viðtalið við hann má í heild sinni hlusta á hér að neðan.

Sjá einnig:
Nýr leikstíll hjá Fylki
Niðurtalningin - Nýr fyrirliði Fylkis og endurkoma fótboltans
Athugasemdir
banner
banner