Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   þri 30. maí 2023 13:03
Elvar Geir Magnússon
Vill binda enda á „martröð“ sína hjá Everton
Jean-Philippe Gbamin.
Jean-Philippe Gbamin.
Mynd: Getty Images
Jean-Philippe Gbamin vill yfirgefa Everton og binda enda á „martröð" sína hjá félaginu. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins.

Everton keypti miðjumanninn frá Mainz fyrir 25 milljónir punda 2019 en hefur verið mikið á meiðslalistanum.

Þessi 27 ára leikmaður hefur aðeins spilað átta leiki fyrir Everton, þar á meðal sex í úrvalsdeildinni. Hann er sem stendur á lánssamningi hjá Trabzonspor.

Gbamin á eitt ár eftir af samningi sínum á Goodison Park en vill ekki snúa aftur til félagsins.

„Við verðum að finna annað verkefni fyrir hann. Ég er sá sem valdi Everton fyrir hann en því ég taldi að það yrði stökkpallur fyrir hann," segir umboðsmaðurinn Bernard Collignon sem gagnrýnir alla framkomu félagsins og meðhöndlun á Gbamin þegar hann gekk í gegnum meiðslin.

Arsenal, Tottenham og Liverpool höfðu áhuga á honum að sögn Collignon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner