Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk rautt fyrir að segja „gangi þér vel í 4. deildinni" við dómarann
Tómas Orri fékk rauða spjaldið eftir leik í gær.
Tómas Orri fékk rauða spjaldið eftir leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KFG lá í gær gegn Ægi í leik liðanna í 3. deild karla. Leikar enduðu 3-4 fyrir gestina og skoruðu Stefan Dabetic og Jóhann Ólafur Jóhannsson sitthvora þrennuna í leiknum.

Tómas Orri Almarsson hafði fengið að líta gult spjald í leiknum en eftir leik fékk hann að líta rauða spjaldið frá Þorfinni Gústaf Þorfinnsson dómara leiksins.

Tómas lét eftirfarandi ummæli falla við dómara leiksins sem uppskáru rauða spjaldið: „Gangi þér vel í 4. deildinni."

Uppfært: Samkvæmt heimildum Fótbolta.net lét Tómas ummælin falla 3-4 mínútum eftir leik. Tíu mínútum seinna fékk hann að líta seinna gula spjaldið fyrir ummælin og þar með rautt.

Næsti leikur KFG er gegn Tindastói næsta föstudag og verður Tómas í banni í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner