Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júlí 2013 14:00
Magnús Már Einarsson
Geir Þorsteinsson: Afskræming á reglum FIFA
Skilur ekki ákvörðun Arons
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segist ekki skilja þá ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika fyrir landslið Bandaríkjanna í framtíðinni. Aron fæddist í Bandaríkjunum og gat því valið um að leika fyrir Ísland eða Bandaríkin.

Aron sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa ákveðið að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu á móti í dag þar sem Aron er hvattur til að endurskoða ákvörðun sína.

,,Þessi ákvörðun kom mér gríðarlega á óvart og ég skil hana ekki. Mér fannst engin efnisleg rök vera fyrir þessari ákvörðun," sagði Geir við Fótbolta.net í dag.

,,Mér finnst þetta vera afskræming á reglum FIFA, að nota einhverja tæknilega glufu til að skipta um landslið. Ég skora á Aron og tel að það sé hlutverk almennings og fjölmiðla að skora á hann að leika áfram fyrir Ísland. Þar á hann heima."

,,Menn skipta ekki um landslið nema það séu ríkar ástæður, menn séu á landflótta eða eitthvað þess háttar. Ég tel að reglurnar eigi að nota í slíkum tilfellum. Eða ef menn eigi foreldra frá báðum löndum eða hafa alist upp í tilteknu landi. Hann hefur alist upp í íslenskri knattspyrnu að öllu leyti og það eru engin gild rök fyrir því að hann skipti um landslið."

Munu óska eftir breytingum á reglum:
Aron spilaði tíu leiki með U21 árs landslið Íslands en reglur FIFA segja að leikmaður megi skipta um landslið svo framarlega sem hann hafi ekki spilað A-landsleik áður.

,,Því miður eru allar reglur misnotaðar og ég tel þetta vera algjöra misbeitingu á reglum FIFA. Ef að þetta gengur í gegn munum við reyna að berjast gegn þeim og fá þessum reglum breytt. Ég tel að leikmaður sem spilar fyrir U21 árs landslið sé orðinn alveg nógu þroskaður til að vita hvað hann gerir og eigi ekki að fá neina möguleika eftir það," sagði Geir.

Í yfirlýsingu KSÍ í dag segir: ,,Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands.."

Geir hafði þetta að segja um þessi ummæli í yfirlýsingunni: ,,Þetta er það sem við höfum fengið utan frá okkur frá hagsmunaaðila tengdum Aronni. Það er það eina sem við höfum heyrt. Ég blæs á þetta. Ég tel enga ástæðu til að fjárhagslegar forsendur ráði slíku vali, það getur ekki gert það."

Sjá einnig:
KSÍ óskar eftir að Aron skipti um skoðun
Heimir Hallgríms: Aron mjög heiðarlegur við okkur
Aron hringdi í Lars og tjáði honum ákvörðunina
Aron Jóhannsson velur bandaríska landsliðið (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner