Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júlí 2020 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti fótboltaleikur Kristjáns Gauta í fimm ár
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson er kominn inn á sem varamaður í leik FH og Þórs í Mjólkurbikar karla. Er það hans fyrsti fótboltaleikur í sumar og hans fyrsti keppnisleikur síðan 2015.

Smelltu hér til að nálgast textalýsingu frá leik FH og Þórs.

Kristján Gauti kom inn á sem varamaður á 72. mínútu fyrir Guðmann Þórisson.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild. Hann hefur verið að koma sér í stand undanfarnar vikur og í kvöld fékk hann að spreyta sig.

Þetta er hans fyrsti keppnisleikur frá 2015, nánar tiltekið 28. ágúst 2015. Þá kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu 1-0 útisigri NEC gegn Willem II í hollensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner