Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2022 23:27
Ívan Guðjón Baldursson
Helstu meiðslapésar sögunnar hafa verið hjá Arsenal
Þetta var ekki óvanaleg sjón í leikjum Arsenal. Vantar börurnar.
Þetta var ekki óvanaleg sjón í leikjum Arsenal. Vantar börurnar.
Mynd: Getty Images

The Pop Foot heldur úti ýmiskonar fótboltatölfræði og setti saman áhugaverðan lista yfir helstu meiðslapésa nútímaknattspyrnusögunnar.


Á listanum má finna menn eins og Franck Ribery, Arjen Robben og brasilíska Ronaldo en Arsenal á heiðurinn á því að hafa átt flesta leikmenn á þessum lista.

Frægasta dæmið er eflaust franski miðjumaðurinn Abou Diaby sem þótti afburða hæfileikaríkur en gat lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla. Hann er meiddasti leikmaður fótboltasögunnar og missti í heildina af 1747 dögum vegna meiðsla. Það eru tæplega fimm ár.

Robben, sem lék aldrei fyrir Arsenal, er í öðru sæti listans eftir að hafa misst af 1507 dögum vegna meiðsla en Jack Wilshere kemur svo í þriðja sæti. Thomas Vermaelen, Tomas Rosicky, Danny Welbeck, Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru einnig á listanum. Í  heildina eru því sjö fyrrum leikmenn Arsenal á lista yfir 20 meiðslahrjáðustu leikmennina.

Manchester United á einnig nokkra leikmenn á listanum þar sem Giuseppe Rossi og Phil Jones eru í ellefta og tólfta sæti. Welbeck ólst upp hjá Rauðu djöflunum áður en hann skipti til Arsenal og þá er Radamel Falcao einnig á listanum en hann stoppaði stutt hjá Man Utd.

Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, er í fjórða sæti listans og má finna Ilkay Gündogan í nítjánda sæti.

Myndskýring: Frá vinstri er þetta dagafjöldi, leikjafjöldi og fjöldi meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner