banner
   fös 30. október 2020 13:24
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Takmarkanir hertar og íþróttastarf leggst af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna um hertar reglur sem taka gildi á Íslandi vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar í samfélaginu.

Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns.

Tveggja metra reglan verður áfram í gildi, grímuskylda verður og íþróttastarf leggst af í bili.

Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Leikur Vals og HJL Helskinki í Meistaradeild kvenna fer því væntanlega fram á miðvikudag og U21 landsleikur Íslands og Ítalíu í komandi mánuði.

Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember.

Beðið er eftir tilkynningu frá KSÍ en allt bendir til að samkvæmt nýjum reglum verði ekki hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra segir að rætt hafi verið um fjárhagslegan stuðning við íþrótta­fé­lög­in í land­inu vegna ástandsins.

Sjá einnig:
Svona endar Íslandsmóitð ef keppni verður hætt
Athugasemdir
banner
banner