Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. nóvember 2019 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Fyrsta tap Bayern undir stjórn Flick
Leon Bailey skoraði tvö.
Leon Bailey skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Bayern 1 - 2 Bayer
0-1 Leon Bailey ('10 )
1-1 Thomas Muller ('34 )
1-2 Leon Bailey ('35 )

Bayern München þurfti að sætta sig við tap gegn Bayer Leverkusen í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Hinn eldsnöggi Leon Bailey skoraði fyrsta mark leiksins eftir tíu mínútur. Gestirnir í Leverkusen óvænt með forystuna.

Bayern jafnaði metin á 34. mínútu þegar Thomas Muller skoraði, en aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði Bailey aftur og kom Leverkusen aftur í forystu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá náði Bayern ekki að jafna og niðurstaðan því 2-1 sigur Bayer Leverkusen. Jonathan Tah, varnarmaður Bayern, fékk rautt spjald þegar tæpar tíu mínútur voru eftir, en Bayern náði ekki að nýta sér liðsmuninn.

Hansi Flick var ráðinn til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn eftir 5-1 tap gegn Frankfurt. Fyrir leikinn í dag hafði Bayern unnið fjóra leiki með markatölunni 16:0 undir stjórn Flick. Fyrsta tapið kom í kvöld.

Leverkusen er í sjöunda sæti með 22 stig og er Bayern í fjórða sæti með 24 stig.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Leipzig á toppinn - Hahn skúrkurinn hjá Augsburg
Athugasemdir
banner
banner
banner