Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. nóvember 2020 21:56
Victor Pálsson
Bowen: Skelfileg tilfinning að horfa á skjáinn
Mynd: Getty Images
Jarod Bowen, leikmaður West Ham, var kátur í kvöld eftir leik liðsins við West Ham sem vannst 2-1 á heimavelli.

Bowen skoraði annað mark West Ham í leiknum en Aston Villa fékk síðar vítaspyrnu og var mark dæmt af Ollie Watkins í uppbótartíma vegna rangstöðu.

West Ham var að vinna sinn þriðja leik í röð og situr í fjórða sæti deildarinnar.

„Þetta var afar erfiður leikur, bæði lið hafa byrjað tímabilið vel og við þurftum á þremur stigum að halda. Heppnin var með okkur við héldum í stigin þrjú," sagði Bowen.

„Tilfinningin að horfa á skjáinn eftir markið var skelfileg því þetta tekur svo langan tíma og allar þessar línur, þú heldur að þeir hafi séð mögulegt mark en sem betur fer var það ekki."

„Leikplanið var að byrja mjög vel en við gátum ekki haldið sama takti allan hálfleikinn og vissum að þeir myndu bregðast við. Við berðum virðingu fyrir þeim þeir eru með gott lið og gæðaleikmenn."

„Að lokum náðum við að verjast vel og fengum stigin þrjú."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner