mán 30. desember 2019 15:46
Elvar Geir Magnússon
Áhugaverður janúarhópur - Blanda af fastamönnum og reynsluminni leikmönnum
Icelandair
Kjartan Henry er í hópnum.
Kjartan Henry er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson úr Fylki hefur verið að spila með U21 landsliðinu.
Ari Leifsson úr Fylki hefur verið að spila með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson er í hópnum.
Mikael Anderson er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalandsliðið mætir Kanada og El Salvador í tveimur vináttuleikjum í janúar, en báðir leikirnir fara fram í Bandaríkjunum.

Ísland mætir fyrst Kanada þann 15. janúar og leikurinn gegn El Salvador fer síðan fram 19. janúar.

Um er að ræða leiki sem fara fram utan landsleikjadaga FIFA en Erik Hamren og Freyr Alexandersson landsliðsþjálfarar fengu ekki alla þá sem þeir vildu. Valinn hefur verið 23 manna leikmannahópur.

Fengu ekki leikmennina frá Rússlandi
„Við reyndum að fá strákana frá Rússlandi en það gekk ekki upp. Við fengum hinsvegar Hólmar frá Búlgaríu sem var mjög jákvætt. Hann er kominn vel af stað eftir meiðslin og er í miklum metum hjá okkur. Svo er möguleiki á að Ragnar Sigurðsson bætist í hópinn en það fer eftir því hvernig hans mál munu þróast," segir Freyr.

„Það gekk mjög vel að fá leikmenn sem spila í Skandinavíu. Heilt yfir er þetta nokkuð skemmtileg blanda af reynslumiklum leikmönnum og reynsluminni leikmönnum."

„Það er gott að geta komið leikmönnum sem eru að fara að taka þátt í leikjunum í mars, og spila í Skandinavíu og hér á landi, í gott æfingaumhverfi. Það er stutt í umspilsleikina. Við munum dreifa spiltímanum á menn," segir Freyr.

„Það hefur verið frábært samstarf við flest félögin og umboðsmenn sem hjálpuðu okkur í að reyna að fá leikmennina leysta í þetta verkefni. Það hefur verið ánægjulegt."

Sjö leikmenn í hópnum spiluðu í riðlinum fyrir undankeppni EM. Hannes Þór Halldórsson (10 leikir), Kolbeinn Sigþórsson (8), Kári Árnason (8), Emil Hallfreðsson (4), Birkir Már Sævarsson (2), Mikael Anderson og Samúel Kári Friðjónsson (1).

Átta leikmenn í hópnum eru samningsbundnir íslenskum félagsliðum en eitt áhugaverðasta nafnið í hópnum er Óskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð. Þessi 27 ára vinstri bakvörður er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en á íslenskan pabba.

Sjá einnig:
Hver er Óskar Sverrisson?

Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson (2000) - FC Midtjylland (3 U21 leikir)
Patrik Sigurður Gunnarsson (2000) - Brentford (7 U21 leikir)
Hannes Þór Halldórsson (1984) - Valur (67 A leikir)

Varnarmenn:
Kári Árnason (1982) - Víkingur (81 A leikur, 6 mörk)
Hólmar Örn Eyjólfsson (1990) - Levski Sofia (12 A leikir, 1 mark)
Daníel Leó Grétarsson (1995) - Aalesund (6 U21 leikir, 1 mark)
Birkir Már Sævarsson (1984) - Valur (90 A leikir, 1 mark)
Davíð Kristján Ólafsson (1995) - Aalesund (1 A leikur)
Ari Leifsson (1998) - Fylkir (14 U21 leikir, 1 mark)
Óskar Sverrisson (1992) - BK Häcken
Alfons Sampsted (1998) - Norrköping (26 U21 leikur, 1 mark)

Miðjumenn:
Samúel Kári Friðjónsson (1996) - Viking Stavanger (8 A landsleikir)
Jón Dagur Þorsteinsson (1998) - AGF (3 A leikir, 1 mark)
Mikael Neville Anderson (1998) - FC Midtjylland (3 A leikir)
Aron Elís Þrándarson (1994) - OB (3 A leikir)
Alex Þór Hauksson (1999) - Stjarnan (1 A leikur)
Emil Hallfreðsson (1984) - (71 A leikur, 1 mark)
Höskuldur Gunnlaugsson (1994) - Halmstad (7 U21 leikir, 2 mörk)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (1996) - ÍA (3 A leikir, 1 mark)

Sóknarmenn:
Kristján Flóki Finnbogason (1995)- KR (4 A leikir, 1 mark)
Óttar Magnús Karlsson (1997) - Víkingur (7 A leikir, 2 mörk)
Kjartan Henry Finnbogason (1986) - Vejle 11 A leikir, 2 mörk)
Kolbeinn Sigþórsson (1990) - AIK (56 A leikir, 26 mörk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner