Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 31. janúar 2025 09:42
Elvar Geir Magnússon
Mikael og Onana til Genoa (Staðfest) - Mikael kemur í sumar
Mikael í leik með íslenska landsliðinu.
Mikael í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Genoa hefur tryggt sér íslenska landsliðsmanninn Mikael Egil Ellertsson. Hann mun þó ekki ganga í raðir félagsins fyrr en í sumar, hann klárar tímabilið á láni hjá Venezia þaðan sem hann er keyptur.

Genoa borgar um 3,5 milljónir evra fyrir Mikael sem gerir þetta að einni stærstu sölu í sögu Venezia.

Mikael gekk til liðs við Venezia frá Spezia í janúar árið 2023. Hann hefur leikið 70 leiki og skorað sex mörk fyrir félagið. Liðið er í 19. sæti Serie A með 16 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Genoa er í 12. sæti deildarinnar en liðið hefur verið á uppleið síðan Arsenal goðsögnin Patrick Vieira tók við liðinu í nóvember en þá var liðið í 17. sæti.

Genoa hefur einnig fengið Jean Onana, 25 ára miðjumann frá Besiktas. Hann á tíu landsleiki fyrir Kamerún og hefur leikið fyrir Marseille og Lens.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner