Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einstæð móðir ruglaðist á seðlum og vann 3 milljónir
Mynd: Lengjan
Mynd: Getty Images

Það var áhugaverð fréttatilkynning að berast frá Íslenskum getraunum sem segir að einstæð móðir hafi unnið 3 milljónir með því að tippa óvart á evrópska getraunaseðilinn, í stað þess enska.


Konan hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn sem fer fram núna um helgina, en þess í stað tippaði hún á landsleikina í landsleikjahlénu.

Vinningsmiði konunnar var valinn með sjálfvali í Lengjuappinu og kostaði einungis 832 krónur. Hún fær því 3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.

Fjórir aðrir fengu 12 rétta leiki á evrópska seðlinum en enginn náði 13 réttum.

Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinningshafinn er einstæð móðir og getur nýtt fjárhæðina til að borga niður skuldir og gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

Tipparinn styður við bakið á knattspyrnudeild Keflavíkur, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner