Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír að skora meira en eitt mark á hverjum 90 mínútum spiluðum
watermark Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þrír leikmenn í Bestu deild karla eru með að meðaltali rúmlega eitt mark á hverjar 90 mínútur sem þeir spila, það er að segja rúmlega eitt mark í leik.

Þegar tölfræðin 'flest mörk fyrir hverjar 90 mínútur spilaðar' er skoðuð þá er Tryggvi Hrafn Haraldsson þar efstur á lista með 1,09 mörk á hverjar 90 mínútur.

Þar næst kemur óvænt miðjumaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson en hann er búinn að vera duglegur að skora og er með 1,06 mörk í leik.

Svo er það markahæsti leikmaður deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson, sem er með 1,02 mörk í leik.

Svona er topp tíu listinn í heild sinni:
1. Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) - 1,09
2. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) - 1,06
3. Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) - 1,02
4. Klæmint Olsen (Breiðablik) - 0,76
5. Atli Þór Jónasson (HK) - 0,67
6. Kjartan Henry Finnbogason (FH) - 0,67
7. Steven Lennon (FH) - 0,62
8. Guðmundur Magnússon (Fram) - 0,61
9. Andri Rúnar Bjarnason (Valur) - 0,61
10. Emil Atlason (Stjarnan) - 0,61

Sjá einnig:
Stefán Ingi markahæstur og Hallgrímur með flestar stoðsendingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner