fös 31. júlí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Geir Þorsteins: Þátttaka íslenskra félaga í Evrópuleikjum undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA og fyrrum formaður KSÍ, óttast um nánustu framtíð íslenskrar knattspyrnu vegna nýrrar Covid-19 bylgju sem hefur lamað Íslandsmótið og landið í heild.

Fyrr í dag var staðfest að meistaraflokkar félaga mega ekki snúa aftur til æfinga fyrr en 13. ágúst og var Geir ekki lengi að tísta um málið. Hann talaði um mikilvægi þess að finna leiðir til að halda
efðbundnum æfingum áfram í efstu deildum til að bjarga Íslandsmótinu.

Þá talar hann einnig um þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum og segir ástandið vera hættulegt með tilliti til núverandi og næstu leiktíðar.

Geir var formaður KSÍ í áratug, frá 2007 til 2017. Guðni Bergsson tók við af honum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner