Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 31. júlí 2020 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Özil ekki í hóp í úrslitaleiknum gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Mesut Özil verður ekki í leikmannahópi Arsenal sem mætir Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins á morgun.

Samningur Özil við Arsenal rennur út eftir næstu leiktíð og hefur umboðsmaður hans gefið út að leikmaðurinn ætli sér að klára samninginn hjá félaginu og fara svo á frjálsri sölu næsta sumar.

Enskir fjölmiðlar segja að Özil sé staddur í Tyrklandi þessa stundina og verði því ómögulega í hópi hjá Arsenal.

Özil verður 32 ára í október og hefur spilað 254 leiki á sjö árum hjá Arsenal. Hann skoraði 23 mörk í 92 landsleikjum fyrir Þýskaland en hefur alltaf verið þekktur fyrir stoðsendingarnar sínar frekar en markaskorunina.
Athugasemdir
banner
banner