Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 31. júlí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tólf stig dregin af Sheffield Wednesday á næstu leiktíð
Sheffield Wednesday mun byrja næstu leiktíð með tólf mínusstig í Championship deildinni vegna brota á fjárlögum ensku neðri deildanna.

Þetta var staðfest í dag og vekur málið mikla athygli eftir að Wigan Athletic fékk tólf mínusstig fyrir að fara í greiðslustöðvun fyrr í sumar.

Þau mínusstig voru dregin strax af félaginu sem fellur niður í C-deildina fyrir vikið. Stjóri Wigan sagði af sér og er stjórn félagsins ósátt, félagið er búið að áfrýja ákvörðuninni og kemur í ljós í seinni hluta ágúst hvort hún verði látin standa.

Félagið vill að mínusstigin færist yfir á næstu leiktíð, eins og er að gerast með Sheffield.

Hefðu mínusstigin tólf verið dregin af Sheffield á núverandi tímabili væri félagið fallið ásamt Wigan og Hull City.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner