Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 31. júlí 2022 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Firmino verður áfram hjá Liverpool - „Elska liðið, borgina og stuðningsmennina"
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino, leikmaður Liverpool á Englandi, er ekki að hugsa sér til hreyfings og vill vera áfram hjá enska félaginu en þetta segir hann í viðtali við brasilíska miðilinn TNT.

Undanfarna daga hafa verið háværir orðrómar um að Juventus og Liverpool væru nálægt því að ná samkomulagi um kaup og sölu á Firmino.

Talið var að Juventus myndi greiða 19 milljónir punda til að fá hann í sumar en hann á eitt ár eftir af samningi.

Firmino er með reyndustu leikmönnum liðsins en hann hefur spilað fyrir félagið frá 2015 og gert 98 mörk í 328 leikjum.

Brasilíumaðurinn byrjaði í 3-1 sigri Liverpool á Manchester City í gær er liðin spiluðu um samfélagsskjöldinn og greindi þá frá því eftir leik að hann gæti ekki hugsað sér að yfirgefa félagið í sumar.

„Ég elska liðið. borgina og stuðningsmennina. Ég vil vera áfram hjá Liverpool," sagði Firmino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner