Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaraflokksráðið hjá Fram líka hætt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Óskar Smári sagði að metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.

Meistaraflokksráð kvenna sagði einnig af sér en Þorgrímur Haraldsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook.

„Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu," segir Þorgrímur m.a. í yfirlýsingunni.

Fram vann sig upp úr 2. deild upp í Bestu deildina á á þremur árum undir stjórn Óskars og liðið hélt sér uppi í Bestu deildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner