Manchester City varð Englandsmeistari á dögunum í fyrsta skipti í 44 ár. Vel gert hjá þessu milljarðaliði og enn og aftur kemur sönnun þess að hægt er að kaupa titla.
Það er samt ekki hægt að taka það af þeim að þeir voru vel að þessu komnir og ekkert hægt nema bara að óska þeim City-mönnum sem eru mér nær og fjær til hamingju.
Það er samt ekki hægt að taka það af þeim að þeir voru vel að þessu komnir og ekkert hægt nema bara að óska þeim City-mönnum sem eru mér nær og fjær til hamingju.
Það sem rak mig til að rita þennan pisil eru bræður og systur sem ég tilheyri og halda með Liverpool. Ég sem stuðningsmaður Liverpool hef heldur betur þurft að hafa fyrir því að hlusta á allskonar fólk sem hefur mest áhuga á því að mínu liði gangi illa.
Þegar maður kemur á kaffistofuna og segir við Arsenal-mann eftir tap helgarinnar: „Ekki gekk þetta upp hjá ykkur.." og manni langar kannski í smá umræðu um tiltekinn leik hjá Arsenal kemur alltaf svarið: „En Liverpool?"
Gott og vel ég er hættur að spjalla við aðra um þeirra lið því það kemur bara „En Liverpool?" Enginn tilgangur í þessu.
Það sem vakti furðu mína er hversu vel stuðningsmenn Liverpool tóku þeim tíðindum að Manchester City vann ensku deildina. Þeir voru hreinlega óstöðvandi. Fyrir mér skiptir bara máli að Liverpool gangi vel – mér kemur ekkert við hvernig öðrum liðum gengur. Ég er búinn að vera svekktur í 22 ár. Kannski er ég bara orginal Liverpool-maður?
Eftir að hafa upplifað fögnuð stuðningsmanna Liverpool eftir sigur Manchester City þá kom sú skemmtilega mynd í huga minn að líklega væri hægt að bera þetta saman við að leyfa nágrannanum að vera með konunni sinni og horfa á.
Þegar lokaskotið kemur þá fagnar eiginmaðurinn eins og enginn sé morgundagurinn!
Koma svo Liverpool fólk við erum betra en þetta !
Tómas Meyer
Athugasemdir