Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. júní 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Var unglingalandsliðsmarkvörður í handbolta
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Ásgeir Kristjánsson með boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Hugin.
Ásgeir Kristjánsson með boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Hugin.
Mynd: Aðsend - Halldór Árni Þorgrímsson
,,Stemningin í kringum fótboltann á Húsavík hefur alltaf verið mjög góð og stuðningurinn við liðið er til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það finnst mer stemningin ekki verið jafngóð og núna í langan tíma
,,Stemningin í kringum fótboltann á Húsavík hefur alltaf verið mjög góð og stuðningurinn við liðið er til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það finnst mer stemningin ekki verið jafngóð og núna í langan tíma"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgeir Kristjánsson er leikmaður 5. umferðar 2. deildar karla hjá Fótbolta.net. Þetta er í annað sinn í röð sem Ásgeir er valinn leikmaður umferðarinnar, en hann var einnig valinn fyrir 3. umferð. Ekki er búið að velja leikmann 4. umferðar þar sem enn á eftir að spila einn leik í þeirri umferð.

Sjá einnig:
Bestur í 2. deild: Ætla virkilega að stíga upp í fjarveru markanna sem fóru í KA

Völsungur vann Huginn 6-2 um síðustu helgi og fór Ásgeir þar á kostum. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði sjálfur þrennu. Geggjaður fyrir þennan efnilega leikmann sem fæddur er 1998.

„Fyrirfram vissum við að þetta yrði mjög erfiður leikur þar sem Huginn sat a botninum með engin stig og þurfti þvi nauðsynlega að sækja stig. Þeir byrja af miklum krafti og skora snemma en þegar við komumst yfir í 3-2 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks fannst manni þetta aldrei í hættu," segir Ásgeir um leikinn við Huginn sem spilaður var á Húsavík.

„Mér fannst mikilvægt fyrir sjálfan mig að skora þessi þrjú mörk og þrátt fyrir að stoðsendingarnar í fyrri hálfleik voru ágætar er mjög gott að geta tyllt sér í efsta sætið yfir þá markahæstu þar sem ég ætla mér að vera áfram."

„Vildi einbeita mér 110% að fótboltanum"
Ásgeir var afar efnilegur handboltamarkvörður en hann segir að stærsta breytingin hjá sér persónulega sé sú að hann hafi hætt í handboltanum til þess að einbeita sér að fótbolta.

„Þetta er búið að byrja vel og enn þá nóg inni. Stærsta breytingin hjá mér er eflaust sú að ég hætti í handbolta eftir að hafa haft hann í fyrsta sæti hjá mér i einhver ár, og einbeiti ég mér núna alfarið á fótboltann. Eftir að ég sagði skilið við handboltann æfði ég stíft og gaman að sjá það skila sér út á völlinn."

„Ég var í flestum unglingalandsliðunum sem markmaður og framan af hafði ég alltaf mun meiri áhuga á handboltanum en var alltaf samhliða honum aðeins í fótboltanum sem gerði það að verkum að ég gat ekki tekið neinum framförum í fótbolta og takmörkuðum í handbolta. Síðan, fyrir um ári síðan tók ég þá ákvörðun að ég vildi einbeita mer 110% að fótboltanum og sjá hversu langt ég get komist í þessu," segir Ásgeir sem er búinn að jafna markaskor sitt frá því í fyrra. Hann er kominn með fimm deildarmörk í fimm leikjum núna, hann skoraði fimm deildarmörk í 19 leikjum í 2. deild í fyrra.

Völsungur hefur byrjað vel og er á toppi 2. deildar ásamt Aftureldingu með 13 stig eftir fimm leiki. Í dag spilar Völsungur við Gróttu á útivelli.

„Stemningin í kringum fótboltann á Húsavík hefur alltaf verið mjög góð og stuðningurinn við liðið er til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það finnst mer stemningin ekki verið jafngóð og núna í langan tíma, nóg af fólki á leikjunum og þeir sem komast ekki fá beina útsendingu frá Völsung TV beint heim í stofu og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það.
Ég tel að við höfum sýnt það í leikjunum til þessa að við eigum eftir að gera mikið tilkall til að komast upp í sumar."


„Ég ætla fullyrða það að leikurinn í dag verður góður fyrir augað þar sem þetta eru tvö lið sem vilja spila fótbolta og ætla ser stóra hluti. Ef við ætlum okkur upp er einfaldlega hver leikur úrslitaleikur þannig við mætum þannig stemmdir í dag."

Að lokum segir Ásgeir um sín eigin markmið:

„Fyrsta markmiðið er að sjálfsögðu að komast upp um deild með uppeldisfélaginu sem yrði ógleymanlegt. Ég er enn ungur og á eftir að læra helling, það er ekkert ómögulegt."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Bestur í 2. umferð: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur



Í dag eru fjórir leikir í 2. deildinni. Á morgun eru tveir leikir.

Í dag:
14:00 Fjarðabyggð-Víðir (Eskjuvöllur)
14:00 Grótta-Völsungur (Vivaldivöllurinn)
14:00 Tindastóll-Vestri (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Þróttur V.-Höttur (Vogabæjarvöllur)

Á morgun:
14:30 Kári-Leiknir F. (Akraneshöllin)
17:00 Huginn-Afturelding (Fellavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner