Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. maí 2018 15:10
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ætla virkilega að stíga upp í fjarveru markanna sem fóru í KA
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Ásgeir fagnar marki.
Ásgeir fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mark á síðustu augnablikum uppbótartímans er náttúrulega bara algjör draumur," segir hinn tvítugi Ásgeir Kristjánsson hjá Völsungi sem er leikmaður umferðarinnar í 2. deild.

Hann skoraði dramatískt sigurmark þegar Húsvíkingar unnu Vestra 2-1 í 3. umferð deildarinnnar. Fótbolti.net bað Ásgeir um að lýsa umræddi sigurmarki.

„Vestri fær horn og Travis fer útaf meiddur í kjölfarið og eftir hornið náum við að hreinsa boltanum í burtu en það endist skammt því þeir koma boltanum aftur út á kant en eiga mishepnaða sendingu fyrir. Gummi (Guðmundur Óli) vinnur skallabaráttuna á miðsvæðinu og boltin berst til Bjarka sem setur boltann í gegn á mig. Ég vinn kapphlaupið og leik á markmanninn og á svo merkilega laust skot sem þó endar inni," segir Ásgeir.

„Sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar er vissulega ásættanlegt en í fyrstu umferðinni gegn Aftureldingu töpuðum við mikilvægum tveimur stigum þar sem við hefðum einfaldlega átt að gera betur."

Hvernig metur hann möguleika Völsungs á að komast upp í Inkasso-deildina?

„Það hefur sýnt sig í upphafi móts að það eru mörg lið að fara gera tilkall til þess að fara upp í sumar og við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þátt í því eins og ég geri ráð fyrir að öll lið vilji gera. Þessi deild er bara þannig að allir geta unnið alla eins og hefur sést síðustu ár þannig klisjan er alveg rétt að það er alltaf næsti leikur sem er sá mikilvægasti í mótinu."

En hver eru persónuleg markmið Ásgeirs?

„Markmiðin í sumar eru að reyna sýna hvað maður getur og gera betur en í fyrra þar sem mér fannst ég eiga mikið inni. Við misstum 23 mörk yfir til frænda okkar í KA þannig ég ætla mér að virkilega stíga upp í fjarveru þeirra," segir Ásgeir en Völsungur á leik úti gegn Fjarðabyggð á laugardag.

„Fjarðabyggð eru búnir að byrja mótið af miklum krafti og skora fullt af mörkum þannig þetta verður mjög krefjandi verkefni á erfiðum útivelli. Svo er mikilvægt að taka fram að úrslit meistaradeildarinnar fara fram þennan sama dag en þrátt fyrir það held ég að ef fólk vill sjá alvöru gæði ætti það að skella sér á Eskifjörð."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Bestur í 2. umferð: Páll Sindri Einarsson - Kári
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner