Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið til að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   mið 11. júlí 2018 22:20
Arnar Daði Arnarsson
Eiður Aron: Hefur verið vesen fyrir mig að skora mörk
Eiður Aron í baráttunni fyrr í sumar.
Eiður Aron í baráttunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var geggjað. Það hefur verið vesen fyrir mig að skora mörk, ég hef fengið ágætis færi en það er geggjað að skora og ég á að gera þetta miklu oftar," sagði markaskorarinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson miðvörður Vals sem skoraði eina markið í 1-0 sigri á Rosenborg í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Rosenborg

„Þetta var eins og við bjuggumst við. Þeir voru miklu meira með boltann en síðan var bara spurning fyrir okkur að nýta sénsana sem við myndum fá og vera skynsamir á boltann og halda honum. Það gekk alveg eftir plani. Við vorum hrikalega solid varnarlega, alveg frá Tobias og Patrick niður í Anton í markinu. Við erum mjög sáttir," sagði Eiður Aron sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Þetta var vil ég meina okkar lang besti leikur sérstaklega varnarlega. Þvílík liðsheild og topp frammistaða hjá öllum."

Í fremstu víglínu Rosenborg var Nicklas Bendtner fyrrum leikmaður Arsenal. Segja má að Eiður Aron og varnarmenn Vals hafi unnið baráttuna við Bendtner í leiknum í kvöld en Daninn var lítið að nenna þessum leik.

„Mér fannst það skemmtilegt og helvíti gaman. Þetta er þvílíkur leikmaður og ekki smá hávaxinn. Mikið um slagsmál, eitthvað sem ég elska að vera í. Hann er ekkert mikið í því að stinga sér bakvið vörnina. Hann vonar svolítið að boltinn detti bara fyrir sig og þegar það gerist er alltaf hætta. Það er undir okkur komið að loka almennilega á hann eins og við gerðum í dag."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner