Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 05. júlí 2005 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Gerrard óskar eftir að verða seldur!
Gerrard er á förum frá Liverpool
Gerrard er á förum frá Liverpool
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Steven Gerrard tilkynnti Liverpool formlega í dag að hann óskaði eftir að fá að yfirgefa félagið en frá þessu er greint í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins.

,,Félagið hefur haft það á kristaltæru að við viljum halda Steven á Anfield. Því miður sagði hann okkur nú eftir hádegi að hann muni ekki samþykkja tilboð okkar um bættan og framlengdan samning því hann vill yfirgefa Liverpool. Við hörmum þá ákvörðun sem hann hefur tekið."

Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Vitað er af áhuga Chelsea og Real Madrid á leikmanninum en Liverpool hafnaði í morgun 32 milljón punda tilboði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner