Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Ajax meistari og Elías Már skoraði
Ajax er meistari í fyrsta sinn síðan 2014.
Ajax er meistari í fyrsta sinn síðan 2014.
Mynd: Getty Images
Elías Már skoraði.
Elías Már skoraði.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í hollensku úrvalsdeildinni fór fram í dag. Ajax var í kjörstöðu fyrir umferðina og varð á engin mistök gegn Graafschap á útivelli.

Staðan var 2-1 fyrir Ajax í hálfleik og í seinni hálfleiknum gekk Dusan Tadic frá leiknum með tveimur mörkum og lokatölur 4-1 fyrir Ajax.

PSV vann á sama tíma 3-1 sigur á Heracles. Ajax vinnur deildina með þriggja stiga forskot á PSV.

Frábær tímabil hjá Ajax. Liðið er hollenskur deildarmeistari og bikarmeistari. Einnig komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn.

Þetta er í fyrsta sinn frá 2014 þar sem Ajax er hollenskur meistari. Erik Ten Hag að gera frábæra hluti með þetta lið.

Elías Már skoraði
Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir Excelsior gegn AZ Alkmaar. Elías gerði þrennu í síðustu umferð og endar hann tímabilið með sjö mörk í 23 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Albert Guðmundsson lék 64 mínútur fyrir AZ og fékk að líta gula spjaldið. Mikael Anderson sat allan tímann á bekknum hjá Excelsior sem vann leikinn 4-2.

Excelsi­or er á leið í um­spil um laust sæti í hol­lensku úr­vals­deild­inni að ári þar sem liðið mæt­ir liði úr B-deild­inni

AZ endar í fjórða sæti og fer í Evrópudeildina á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner